Útivist og náttúra Íslands  

  

Christopher Hamilton er með fyrirlestur um svæðið    

Langisjór – Eldgjá – Landmannalaugar    

    •    

Um námskeiðið

3 dagar – 2 nætur
Þriðjudag – fimmtudags
Hámark 19 manns
22. júní 
29. júní

Hvert farið

Kirkjubæjarklaustur
Langisjór
Eldgjá
Landmannalaugar

 

Hvað þarf ég að koma með?

Útivistarföt
Gönguskó
(farið betur yfir útbúnað á undirbúningsfundi)

Hvað er innifalið?

Kennsla og leiðsögn í útivist
Fyrirlestur um náttúru og jarðfræði Íslands af prófessor frá NASA
Undirbúnings námskeið 3 til 5 dögum fyrir brotför
Gisting í tvær nætur á hóteli
Morgunmatur, tvo morgna
Kvöldmatur, tvö kvöld
Fjórhjóladrifin rútu með bílstjóra í 3 daga
Fararstjórn

Ekki innifalið

Nesti yfir daginn
Útiföt og annar búnaður

 

Afbókunarskilmálar

Ekki er hægt að afbóka þegar búið er að greiða

Sérhæft námskeið fyrir grunnskólakennara

sem er styrkhæft af KÍ

 

Til að mæta aukinni notkun tækni í skólastarfi sem gæti haft í för með sér kyrrsetu og minni líkamlega hreyfingu bjóðum við þetta námskeið fyrir kennara. Á námskeiðinu verður þátttakendum leiðbeint um hvernig þeir geti hvatt nemendur til meiri hreyfingar með markvissri skólaþróun í hreyfingu og útiveru í takt við einstaka náttúru landsins. Nú þegar margir skólar hafa tekið þátt í verkefninu heilsueflandi skóli er nauðsynlegt fyrir kennara að fylgja þessu eftir og leggja meiri áherslu á útiveru og hreyfingu. Í fjallgöngu felst meira nám en bara að hreyfa sig eins og t.d. að læra að meta og njóta íslenskrar náttúru hvernig maður á að bera sig að í misjöfnu veðri og aðstæðum, að ganga vel um náttúruna, skilja ekki eftir sig rusl þegar borðað er, sjá aðra í nýju ljósi,  uppgötvunarnám, hjálpsemi og sjálfbærni. Heilsuefling getur haft góð áhrif á líðan nemenda og jafnvel haft forvarnargildi. Öll endurmenntun sem lítur að því að auka þekkingu kennara í kennslu nemenda á sviði heilsu og hreyfingar er af hinu góða og getur verið mjög fræðandi í leiðinni. Ef þig langar til þess að efla útvist og heilsueflingu hjá þínum nemendum en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja, þá er þetta námskeið fyrir þig.

 

Til að tryggja tíma fyrir alla er unnið með smærri hópa þ.e. að meðaltali 8 til 14 mans (max 19)

Verð per mann miðað við tveir í herbergi 142.000

Fyrir einn í herbergi bætist við 14.000 (7.000 per nótt)

Innifalið:

  • Kennsla og leiðsögn í útivist
  • Fyrirlestur um náttúru og jarðfræði Íslands af prófessor frá NASA
  • Undirbúnings námskeið 3 til 5 dögum fyrir brotför
  • Gisting í tvær nætur á hóteli
  • Morgunmatur, tvo morgna
  • Kvöldmatur, tvö kvöld
  • Fjórhjóladrifin rútu með bílstjóra í 3 daga
  • Fararstjórn

Nánari upplýsingar í síma 6991532 eða í tölvupósti info@thortravel.is

 

 

Dagskrá

Undirbúningsfundir

3-5 dögum fyrir ferð er fyrirlestur um útivist sem farið er yfir helstu þætti um fjallgöngur með nemendahópum, fatnað, undirbúning og framkvæmd. Þá er einnig farið er yfir helstu grunn atriði sem gott er að kunna skil  í fjallgöngum s.s. val á búnaði, næringu, hvar við finnum við upplýsingar um leiðir, þjálfun, úthald og fleira. Við fjöllum um hvernig nýta má útivist sem líkamsrækt ásamt því að skoða saman hvernig maður byggir sig upp í fjallgöngum

Dagur 1

  • Keyrt á Kirkjubæjarklaustur
  • Fyrirlestur um jarðfræði og náttúru svæðisins sem gengið verður um.
  • Létt ganga þar sem við æfum tæknileg atriði í fjallgöngu s.s. að ganga við mismunandi aðstæður, hvernig nota á göngustafi, að stilla bakpoka og hvernig við stjórnum öndun og púls. Við skoðum líka sniðug snjall forrit og hvernig á að lesa í veður. Sérstaklega er svo fjallað um næringu og hvernig maður nær sem bestri endurheimt (recovery) eftir göngur.

Dagur 2

Langisjór og gengið á Sveinstind, (með fyrirvara um opnun hálendisvega, ganga á degi 2 gæti breyst) þátttakaendum leiðbeint um fjallgöngur, heilsueflingu barna, útiveru og hreyfingu. Náttúrufegurðin gefur okkur auka orku og kraft sem hægt er að útlista fyrir nemendur sem hvatningu. Frá Sveinstindi er mjög víðsýnt um hálendi Íslands og þaðan má sjá og fræðast um helstu jökla og eldfjöll landsins. Ganga sem er hæfilega löng, ekki erfið  þó að það þurfi að hafa fyrir því að komast á toppinn, en að mestu er maður svo upptekin að taka inn alla fjallasýnina að maður gleymir fyrirhöfninni.

 

Dagur 3

Keyrt heim í gegnum Fjallabak með stoppi í Eldgjá. Eldgjá er hátt í 70 km. löng gossprunga sem myndaðist í einu stærsta gosi Íslandssögunnar, í kringum árið 934.

Hraunin úr Eldgjá eru talin þekja um 800 ferkílómetra og er að mesta flatarmál hrauns á jörðinni sem runnið hefur eftir ísöld.

Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í tveimur hlutum sem er alveg þess virði að skoða. Yfir neðri fossinn var stór og mikill steinbogi sem hrundi  árið 1993 í vorleysingum.

 

 

Frá Eldgjá er síðan haldið áfram um Fjallabak í Landmannalaugar, upprifjun um fjallgöngur með börnum og unglingum. Áhersla á heilsueflingu, náttúruupplifun og markvissri skólaþróun í gegnum hreyfingu og hvernig við komum til móts við fjölbreyttan nemendahóp. Nemendahópurinn er alltaf mjög fjölbreyttur og gefst þá tækifæri til að láta sem flesta njóta sín.

Dagskrá getur breyst, með fyrirvara að hálendisvegir séu opnir 

 

 

 

Þeir sem koma að skipulagningu og námskeiðarhaldi eru:

 

Christopher Hamilton,

Ph.D.  from University of Hawaii

Associate Professor at The University of Arizona

 

Síðastliðin 10 ár hefur Christopher varið mikið af sínum tíma við rannsóknir á Íslandi og þekkir því jarðsögu, eldgos og myndun landsins mjög vel. Hans sérsviðs eru eldgos á jörðinni og á Mars og samanburður þar á milli. Í dag stýrir hann nokkrum verkefnum á Íslandi meðal annars í tengslum við NASA og rannsóknir við notkun Mars-Rover á Íslandi. Síðan í febrúar hefur hann stundað rannsóknir á Reykjanesi og hefur hann farið 40 ferðir að gosinu í Geldingadal í sinni rannsóknarvinnu.

 

Dr. Hamilton’s research focuses on geological surface processes to better understand the evolution of the Earth and other planetary bodies. His specialty relates to volcanology and specifically to lava flows, magma-water interactions, and explosive eruptions using a combination of field observations, remote sensing, geospatial analysis, machine learning, and geophysical modeling. These topics provide insight into the evolution of planetary interiors, surfaces, and atmospheres through magma production, ascent, and volcanism.

 

View LPL Evening Lecture from November 24, 2015, Volcanism on Earth/Iceland and Mars:

https://arizona.hosted.panopto.com/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=385ef483-6d3e-4528-bc43-03f63c37ffa6

 

Ragnar Bjartmarz

Ragnar hefur stundað fjölbreytta fjallamennsku og útivist frá unga aldri, tekið þátt í fjallamaraþoni og er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni.

Í gegnum tíðina hefur Ragnar tekið að sér ferðaskipulagningu og farastjórn í styttri og lengri ferðum.

 

Bjarni G. Þórmundsson

Bjarni hefur starfað sem leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi undanfarin áratug.

Bjarni útskrifaðist úr Leiðsögumannaskólanum 2013.

 

 

 

 

 

 

Bóka hér

5
4

More tours

Reykjavík City tour

A city walking tour – discover interesting details not seen through a tour bus window.

100 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
4 hours long
Learn more

Book Now

 

Golden Circle II

a glorious day ́s adventure magically weaving together. Viking history and spectacular natural wonders.

150 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
8 hours long
Learn more

Book Now

 

Golden Circle

A glorious day´s adventure magically weaving together Viking history and spectacular natural wonders.

120 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
7 hours long
Learn more

Book Now

 

Northen Light

A magical day´s combination of waterfalls, glaciers, volcanoes, endless black sandy beaches and a chance to meet the locals.

120 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
4 hours long
Learn more

Book Now

 

Snæfellsnes

Iceland´s nature at its wildest and most beautiful.


190 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
13 hours long
Learn more

Book Now

 

South Coast

A magical day´s combination of waterfalls, glaciers, volcanoes, endless black sandy beaches and a chance to meet the locals.

140 USD
Meeting point – Hallgrímskirkja
12 hours long
Learn more

Book Now